Kiwanisklúbburinn Hekla með kvöldvöku á Hrafnistu í Reykjavík.

Kiwanisklúbburinn Hekla með kvöldvöku á Hrafnistu í Reykjavík.


Fimmtudagskvöldið 29. mars s.l.  voru Heklufélagar  héldu Heklufélagar kvöldvöku fyrir heimilisfólkið á Hrafnistu í Reykjavík.  Þessi skemmtun átti  40 ára afmæli og hafa Heklufélagar alla tíð séð um kvöldvökuna. Margt var um manninn enda í vændum mjög vönduð dagskrá.  Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu bauð fólk velkomið og lýsti í fáum orðum væntanlegum breytingum á matsalnum og fleiru. Síðan setti forseti Heklunnar Oddgeir Indriðason skemmtunina og bað formann Hrafnistunefndar Björn Pálsson að vera skemmtanastjóra.
Björn bauð fyrstan á svið engan annan en Kristján Jóhannsson stórsöngvara og Guðbjörgu Sigurjónsdóttur píanóleikara. Kristján söng nokkur íslens og ítölsk lög við mjög góðar undirtektir. Að vanda var happadrætti og voru vinningar alls 25. Páskaegg, konfekt , hvítvín og rauðvín. Nú var komið að skemmtikrafti kvöldsins og var það Jóhannes Kristjánsson eftirherma. Jóhannes fór á kostum, hermdi eftir mönnum og sagði gamansögur og brandara. Að lokum var stíginn dans og var það hljómsveit Hjördísar Geirsdóttur sem sá um það. Með Hjördísi voru þeir Ólafur G. Karlsson, Árni Norðfjörð og Agnar Einarsson. Að þessu sinni mættu  8 Heklufélagar og eiginkonur þeirra. Við þökkum öllum stuðningsaðilum og skemmtikröfur fyrir veittan stuðning án þeirra væri þetta ekki hægt.

Birgir Ben ritari Heklu.