Sameiginlegur Kiwanisfundur

Sameiginlegur Kiwanisfundur


Kiwanisklúbbarnir Hekla, Esja, Katla, Höfði og Jörfi héldu sameiginlegan fund fimmtudaginn 27. mars s.l. Fundurinn var nú undir stjórn Heklufélaga, en klúbbarnir skiptast á að vera með fundarstjórn. Forseti Heklu Oddgeir Indriðason stjórnaði fundi og bauð alla velkomna, 46 félaga , 7 gesti og fyrirlesara kvöldsins. Hann bað menn að kynna sig og gerði síðan matarhlé.
Fyrirlesari kvöldsins var Pétur Magnússon forstjóri Hrafnistu, Pétur sagði sögu Hrafnistuheimilanna og lýsti starfseminni. Heimilin eru nú þrjú talsins og er þetta samfélag sem telur um 2000 mans þ.e. starfsmenn og heimilisfólk. Hrafnista er 55 ára um þessar mundir.
Pétur þakkaði jafnframt Kiwanisklúbbnum Heklu fyrir stuðninginn síðustu 45 árin með m.a. flugeldasýningum, kvöldvökum þar sem fram hafa komið landsþekktir skemmtikraftar og síða sumarferðir með heimilisfólk.?Pétur svaraði síðan nokkrum spurningum og var síðan þakkað fyrir  áhugaverðan  og fróðlegan fyrirlestur. Pétur er félagi í Kiwanisklúbbnum Mosfelli.
Guðlaugur Kristjánsson félagi í Eldey kom upp og kynnti  „Ís-golfið“ .  Það er fyrirhugað að leika golf hringinn í kringum Ísland á 14 dögum og slá um 9990 högg. Undirbúningur er í gangi og þarf að tala við marga og fá samþykki fyrir mörgum hlutum áður er lagt verður af stað, en áætlað er að leggja af stað 17. júní kl.00:00. Hin almenni Kiwanisfélagi getur safnað áheitum þ.e. krónur á þau högg sem notuð verða. T.d.  10 kr. á högg gefa 10 x 9990 = 99.900,- Þetta er galin hugmynd en afverju ekki, þetta auglýsir  Kiwanishreyfinguna og ekki veitir af. Nánar um Ís-golfið verður inn á www.isgolf.is? Gunnlaugur svaraði nokkrum spurningum að lokum.
Önnur mál; forsetar klúbbana komu og þökkuðu fyrir fróðlegan og góðan fund. Einnig komu fyrirspurnir um hvað Umdæmið ætli að gera í húsnæðismálum. Umdæmisstjóri var ekki til staðar til að svara en fyrrverandi umdæmisstjóri Óskar Guðjónsson var á staðnum og sagði að það væri verið að skoða málið.
Ekki fleira gert og þakkaði forseti Heklu fundarmönnum fyrir mætinguna og óskaði öllum góðrar heimferðar. Fundi lokið kl. 22:00
 

Birgir Benediktsson?ritari Heklu.