Karlar og krabbamein

Karlar og krabbamein


Íslenskir karlmenn eru hörkutól sem telja ekkert bíta á sér en það reynist ekki alltaf rétt. Karlar þurfa líka að huga að heilsunni, Kiwanisfélagið Ós í samstarfi við Krabbameinsfélag Suðausturlands munu halda karlafund til að auka vitund þeirra um eigin heilsu. Það er alltof algengt að karlar  þekki ekki inná eigin heilsumál, vanræki  eigin heilsu og  verði fyrir óþarfa heilsutjóni af þeim sökum.
Til að bæta úr þessu bjóðum við körlum að koma og fræðast  af Guðjóni Haraldssyni dr.med í skurðlækningum , sem mun halda erindi um karlaheilsu  og í framhaldi svara fyrirspurnum. Boðið verður uppá súpu og kaffi, góða karla stemmingu þar sem aðeins körlum er boðið og ræða málin sín á milli. Við leggjum áherslu á að karlar frá fertugu og eldri nýti sér þetta tækifæri . Þegar menn eru komnir yfir fertugt aukast líkurnar á því að fá krabbamein og heilsan byrji að láta undan. Því er mikilvægt að þekkja einkenni og  vera  meðvitaður um eigin heilsu , en það dregur úr líkum á heilsubresti.
Við höldum fundinn á Víkinni fimmtudaginn 29. mars kl. 20:00, allir sannir karlmenn eru velkomnir.
 
Það gæti verið sniðugt fyrir klúbba að taka slíkt upp hið sama  á sínum svæðum eins og Ós félagar (innskot vefstjóra)