Ísland- Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011

Ísland- Færeyjar fyrirmyndarumdæmi 2010-2011


Í  byrjun mánaðarins barst undirrituðum meðfylgjandi bréf frá fráfarandi heimsforseta Sylvester Neal. Efnið var að tilkynna mér að umdæmið Ísland-Færeyjar hefði hlotið útnefningu sem eitt af 11 fyirmyndarumdæmum Kiwanis International starfsárið 2010-2011 og að viðurkenning því til staðfestingar yrði afhent á heimsþingi í New Orleans í sumar.  Það er langt um liðið síðan okkur hefur hlotnast sambærileg viðurkenning.
Til hennar er sáð af áherslum okkar á öflugu starfi í þágu barna, að gefa Kiwanisfélögum margvíslega möguleika á að  þroska leiðtogahæfileika sína, að efla þátttöku og fjölbreytni í  margvíslegum þjónustuverkefnum og síðast en ekki síst að stuðla að félagafjölgun í hreyfingunni.  Ekki ókunnugir tónar, enda hljómað stafna á milli í hreyfingunni í mörg ár.  Á undanförnum árum hefur okkur tekist að snúa fækkunarþróun í varanlega fjölgun. Í fyrsta sinn um árabil litu nýjir klúbbar dagsins ljós og almenn jákvæðni og bjartsýni gróf um sig og mun örugglega skila okkur enn betur á veg næstu árin!
 
Fyrirmyndarumdæmi verður fyrst og fremst til fyrir öflugt grasrótarstarf í klúbbum. Þá óeigingjörnu og fórnfúsu vinnu vil ég enn á ný þakka og þann heiður að hafa fengið einstakt tækifæri til að starfa með öllu því frábæra fólki, drifkrafti starfsins, sem er að finna innan okkar raða. Þessi heiður er fyrst og fremst ykkar.
Með Kiwaniskveðju
Óskar Guðjónsson
Umdæmisstjóri 2009-2011 
 
Bréfið HÉR