Umdæmisstjórnarfundur í Reykjanesbæ.

Umdæmisstjórnarfundur í Reykjanesbæ.


Síðastliðinn laugardag 17 mars var haldinn Umdæmisstjórnarfundur í Keilishúsinu í Reykjanesbæ. Fundurinn var nokkuð vel sóttur en alltaf eru einhver forföll eins og gengur. Ragnar Örn Pétursson settu fund um tíuleytið og hófst fundurinn á venjulegum fundarstörfum með flutningi skýrslna stjórnarmanna og síðan var boðið upp á umræður um þær skýrslur en eins og venjulega þá munu allar skýrslur birtast á vefnum með fundargerð þegar hún er klár.
Það bar til tíðinda að nú var í fyrsta skipti flutt skýrsla á Færeysku og sá Elin svæðisstjóri Færeyjasvæðis um þann flutning. Nokkurar umræður urðu um skýrslur stjórnarmanna og  tóku átta til máls og tjáðu sig um hin ýmsu málefni sem fram komu í skýrslum stjórnarmanna. Næst voru á dagskrá skýrslur nefndarformanna og það á meðal kom Ástbjörn Egilsson fyrir vinnuhóp sem settur var á laggirnar á síðasta umdæmisþingi um erlent samstarf og  var hann með góða greinargerð sem hópurinn skilaði af sér og verðið er að senda út til forseta klúbbana um þessar mundir. Nokkurar umræður urðu um skýrslur nefndarformann og þá um erlenda samstarfið, tryggingasjóðin og nýju klúbbalögin sem nálgast má á heimasíðu Kiwanis International, og Hjálmaverkefnið, en alls voru það átta manns sem tóku til máls. Tekin var fyrir umsókn Eldeyjar um að halda Umdæmisþing 2014 og var erindi þeirra samþykkt. Hjördís Harðardóttir kjörumdæmisstjóri tók til máls og sagði frá áætlunum hennar stjórnar sem tekur við á næsta þingi  en kjörorð hennar starfsárs verður
“Kiwanishjarta er allt sem þarf “
Arnór Pálsson frá fjárhagsnefnd fór yfir fjárhagsáætlun 2012 – 2013, þinggjald var ákveðið
2.800 kr
Að lokum var tekið smá spjall undir liðnum önnur má og síðan sleit Umdæmisstjóri fundi kl 14.30.
Að loknum fundi mættu makar fundarmanna í Keilishúsið og þar beið eftir okkur rúta og haldið var í skoðunarferð um svæðið undir leiðsögn hinns frábæra leiðsögumanns Ragnars Arnar Péturssonar, menn koma ekki að tómum kofanum hjá honum um málefni Reykjanesbæjar. Höfð var viðkoma í Stapanum og hann skoðaður en þar fer þingið okkar fram í September, komið var við í Duus  húsi og skoðaðar sýningar sem þar eru í gangi og síðan var farið uppá  vallarsvæði og komið við hjá Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar þar fengum við fróðlegan fyrirlestur um fyriætlanir á þessu svæði og einnig var boðið upp á léttar veitingar og ber að þakka Þróunarfélaginu fyrir þessar höfðinglegu móttökur.
Um kvöldið var síðan móttaka Keilismanna í Kiwanishúsinu þar sem tekið var frábærlega á móti okkur með mat og drykk og áttum við ánægjulega stund saman fram eftir kvöldi, já eins og við segjum í Kiwanis,  Gaman saman. Viljum við einnig koma á framfæri þakklæti til Keilismanna fyrir mótökurnar.

Tómas Sveinsson.
 
Myndir má nálgast HÉR