Óskar sjálfkjörinn í embætti á vegum heimsstjórnar

Óskar sjálfkjörinn í embætti á vegum heimsstjórnar


Óskar Guðjónsson fyrrverandi umdæmisstjóri er sjálfkjörinn sem fulltrúi Evrópu og ráðgjafi í heimsstjórn til næstu þriggja ára. Óskar tekur við þessu embætti að loknu heimsþingi í New Orleans í sumar. Óskar var sá eini sem gaf kost á sér í  embættið en aðeins Evrópubúar voru gjaldgengir og kosning í  embættið mun fara fram á Evrópuþinginu í Bergen í byrjun júní í sumar.
 
Tilkynna þurfti framboð með 90 daga fyrirvara og rann fresturinn út 7. mars s.l.
Óskar mun verða verðugur fulltrúi okkar í þessu embætti og megi honum farnast sem best.
Aðeins eitt framboð barst til Evrópuforseta fyrir árið 2014 og er það Belginn Vincent Salember og verður hann sjálfkjörinn í  embættið

Kiwaniskveðja
Ragnar Örn umdæmisstjóri