Sumarferð með íbúa Hrafnistu Reykjavík.

Sumarferð með íbúa Hrafnistu Reykjavík.


Fimmtudaginn 26. maí s.l. fóru Heklufélagar með íbúa Hrafnistu hina árlegu sumarferð. Að þessu sinni var eingöngu farið með Hrafnistu í Reykjavík. 85 íbúar Hrafnistu mættu og 9 félagar ásamt 7 eiginkonum. Þetta var 47. ferðin og nú var farið hringur um stór Reykjavíkursvæðið. Byrjað í Grafarvogi upp á vesturlandsveg og meðfram Rauðavatni og Elliðavatni yfir í Kópavog og niður að Vífilstaðavatni og Vífilstöðum í gegnum Garðabæinn og Sjáland og út á Álftanes.
Að lokum var farið í safnaðarheimili  Bústaðarkirkju þar sem boðið var upp á kaffi og séra Pálmi Matthíasson hélt hugvekju.  Pétur Magnússon þakkaði fyrir hönd íbúa Hrafnistu og Björn Pálsson formaður Hrafnistunefndar þakkaði öllum þátttökuna  og einnig þakkaði hann velunnurum klúbbsins. Eftir gott kaffi, súkkulaði og kökur var haldið að Hrafnistuheimilinu í Reykjavík.

Með sumarkveðju.
Birgir Benediktsson
ritari Heklu.