Aðalfundur Kötlu var haldinn 20. maí 2011

Aðalfundur Kötlu var haldinn 20. maí 2011


arið var frá Engjateig í fimmtíu manna rútu. Ekið var vestur í bæ með Helga farastjóra, þegar komið var að Nesveg sagði hann frá kennileitum og ýmsum merkilegum húsum frá hans heimaslóðum. Við keyrðum sem leið lá að Gróttu en snerum við þar sem enginn var með stígvél til vaða að vitanum.
Leiðin lá í Sjóminjasafnið Víkina, en þar kennir marga grasa, m.a var farið aftur í tíman er Gullfoss kom fyrst að bryggju í Reykjavík. Gísli forseti heiðraði  Bjarnar Kristjánsson  í tilefni þess að starfa í 25 ár sem félagi Kötlu. Eiginkonur fjögra félaga fengu einnig klifurplöntu að gjöf vegna anna eiginmanna í klúbbstarfi . Næsta stjórn Kötlu var kynnt og forseti verður Bjarnar Kristjánsson veturinn 2011-2012. Eftir góðan fund og frábæran veislumat í Víkinni var haldið heim á leið.