Aðalfundur hjá Heklufélögum.

Aðalfundur hjá Heklufélögum.


Föstudaginn 20. maí var aðalfundur hjá Heklunni. Að þessu sinni var fundurinn haldinn í Skíðaskálanum í Hveradölum. Eiginkonum var boðið með og þótti mönnum tilvalið að breyta aðeins til og flytja fundinn út fyrir bæjarmörkin. Safnast var saman við Engjateig og tekin rúta upp í Skíðaskála.
Forseti, Axel Bender byrjaði á að bjóða alla velkomna og þó sérstaklega eiginkonur og einnig  nýjan félaga.
Snædd var dýrindis þriggja rétta máltíð og rennt niður með því sem menn óskuðu.
Eftir matinn lýsti forseti kjöri stjórnar fyrir næsta vetur og er skipuð eftirfarandi mönnum.
Forseti:  Guðmundur Oddgeir Indriðason
 Kjörforseti: Þorsteinn Sigurðsson
 Ritari: Birgir Benediktsson
 Féhirðir/gjaldkeri:  Gísli Guðmundsson
 Vararitari: Garðar Hinriksson
 Fráfarandi forseti: Axel Bender.
Nú var komið að taka inn nýjan félaga og heitir hann Stefán Sigurðsson úrsmíðameistari, Þorsteinn Sigurðsson lýsti inntökunni og  forseti Axel Bender afhenti  Stefáni Kiwanismerkið , lög og reglur ásamt félagatali Heklu og Kiwanis umdæmisins.                                                                     Heklu félagar  buðu Stefán velkominn í hreyfinguna. Meðmælendur voru Garðar Hinriksson og Þorsteinn Sigurðsson.
Síðan sagði Björn Pálsson frá fyrirhugaðri sumarferð með íbúa Hrafnistu 26. maí n.k.
Ingólfur Friðgeirsson sagði frá Heiðmerkurlundinum sem klúbburinn ræður yfir og ætla Heklufélagar og fjölskyldur þeirra að hittast þar um Jónsmessuna.
Að þessu loknu sleit forseti fundi og var haldið til betri stofu í Skíðaskálanum og spjallað þar saman, þar til haldið var heim á leið.
  Þetta var síðasti fundur vetrarins og munum við segja nánar frá starfinu síðar.

Kveðja.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.