Punktar vegna vetrarstrarfsloka hjá klúbbunum.

Punktar vegna vetrarstrarfsloka hjá klúbbunum.


Góðir félagar
Meðfylgjandi eru nokkrir punktar vegna vetrarstarfsloka hjá klúbbum.

Framboð til kjörumdæmisstjóra.
Ekkert framboð hefur enn borist vegna kjörs til kjörumdæmisstjóra á þingi í haust. Ég  hvet alla forseta til að kanna hug kjörgengra klúbbfélaga til embættisins, sem sitjandi umdæmisstjóri getur borið að er skemmtilegt, gefandi, fræðandi og vissulega ögrandi og langt frá því að vera einhver skuldahýt. Ég veit að fjöldi frambærilega félaga er tilbúinn að takast á við verkefnið og skora á þá að gefa sig fram sem fyrst.
Skýrslur og stjórnarskipan
Forseta eru beðnir um að sjá til þess að nýjar stjórnir séu kynntar til umdæmisritara sem fyrst. Einnig er minnt á skil maískýrslu fyrir 10. júní en 3ja mánaða sumarskýrslum má skila í sept.

Félagatölin
Örugglega eru einhverjir kjörforsetar búnir að senda mynd af sér í prentaða félagatalið. Ef ekki þá er eftir engu að bíða og nú er tækifæri að taka til í rafræna félagatalinu þannig að það verði tilbúið í haust og verði jafnvel tilbúið á þingi. Tökum saman á því.

Umdæmisþing
Umdæmisþingnefrnd hvetur klúbba til að skrá félaga á þing í haust. Um að gera að tryggja sér gistingu sem fyrst. Muna svo eftir að greiða þinggjald og minnast að ógreidd umdæmisgjöld setja þátttöku á umdæmisþingi vissar skorður.

Áríðandi - Landsmót í golfi
Ég vil biðja ykkur um að koma eftirfarandi á framfæri við “golfarana” í ykkar klúbbi.
Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið á Þorlákshafnarvelli sunnudaginn 19 júní.
Ræsing verður um 10:00 og keppnifyrirkomulag og flokkar verða með sama hætti og undanfarin ár. Vinningshafar síðasta árs eru beðnir um að koma frarandbikurum til skila.
Nánari upplýsingar verða birtar á kiwanis.is og frekari upplýsingar og skráning er   hjá Guðmundi Baldurssyni Ölveri  s: 8920827 og á golf.is.

Lyklar og Hjálmar
Ágætu forsetar. Gagnlegt væri að fá mat ykkar á því hvernig ykkur fannst takast til með undirbúning og framkvæmd á Hjálmaverkefninu og K-degi.  Endilega veltið eftirfarandi spurningum fyrir ykkur og öður er ykkur kemur í hug:
Voru þið ánægðir/ar með sölu K-lykils og var hún í takt við áætlanir ykkar? 
Hver var virkni félaganna í verkefnunum?
Hvernig tókst til með sölu lykils og dreyfingu hjálma?
 Hver voru viðbrögð almennings við lyklinum?
Þótti hann of dýr?   
Þótti ykkur kynningin skila sér út til almennings?
Hvaða aldursflokkar keyptu helst, eldra eða yngra fólk eða jafnt?
Hvernig þótti ykkur verkefnisundirbúningur og skilvirkni í störfum K-dagsnefndar
Fór eitthvað úrskeiðis sem hamlaði sölu lykils /dreifingu hjálma
Hvaða jákvæðu skilaboð/hugmuyndir hafi þið í kjölfar verkefnanna 
 
Ég vil svo nota tækifærið og þakka ykkur fyrir vetrarstarfið og frábærar viðtökur þar sem ég hef komið í vetur. Nú er um að gera fyrir okkur að hlaða batteríin, njóta sumarins og mæta hress og endurnærð til þings í haust.

Með Kiwaniskveðju
Óskar