Vígsla Kiwanisklúbbsinns Eldfells

Vígsla Kiwanisklúbbsinns Eldfells


 Aðalfundur Helgafells var haldinn í gærkvöldi og þar átti sér stað sá ánægjulegi viðburður  að vígður var nýr Kiwanisklúbbur, Eldfell, en þarna eru á ferðinni græðlingsklúbbur Helgafells sem jafnframt er sá fyrsti sinnar tegundar í umdæminu og Evrópu. Að loknum venjulegur fundarstörfum á þessum aðalfundi okkar þá tóku Gísli Valtýsson svæðisstjóri Sögusvæðir og Óskar Guðjónsson Umdæmisstjóri við stjórninni og vígðu þennann nýja klúbb að viðstöddu fjölmenni, Helgafellsfélögum og gestum, eiginkonu Umdæmisstjóra, Hjördísi Harðardóttir Umdæmisritara og Atla Þórssyni Umdæmisféhirði sem jafnframt verður félagi í þessum nýja klúbbi sem við væntum mikils af í framtíðinni.
 Eyja en vegna stöðugra breytinga á samgöngum til Eyja helltist talsvert úr lestinni en félagafjöldi í þessum nýja klúbbi telur 33 félaga og strax orðinn ein stærsti klúbburinn í Reykjavík og á örugglega eftir að verða sá stærsti. Gísli svæðisstjóri munstraði síðan nýja stjórn til starfa en Jón Óskar Þórhallsson sem hefur haft veg og  vanda af því að koma þessum klúbbi á laggirnar var kjörinn forseti, Atli Þórsson kjörforseti, Óskar Arason ritari, Birgir Stefánsson féhirðir, og meðstjórnendur eru þrír, Baldvin Elíasson, Gísli Erlingsson og Valgeir Steindórsson.

Að loknum fundi áttu Kiwanismenn og konur ánægulegar stundir saman í Kiwanishúsinu og í framhaldi  á Eyjakvöldi sem haldið var í Höllinni þar sem lagið er tekið og sungið með.

Við viljum síðan óska þessum félögum okkar til hamingju með þennann nýja klúbb og óskum honum velgengni og dugnaði í framtíðinni.


TS.

Myndir klikka HÉR