Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði


Laugardaginn 30 apríl sl. var haldinn 3.svæðisráðstefna Ægissvæðis hjá Kiwanisklúbbnum Vörðu í Keflavík.

Forsetar og svæðisstjóri fluttu skýrslur sínar. Góðar skýrslur og kemur fram að það er mikið og gott starf í öllum klúbbum. Gylfi sagði frá lokasprettinum vegna undirbúnings K-dags og voru nokkurar umræður og spurningar um verkefnið sem hann og Dóra svöruðu. 

 

Allir klúbbarnir eru komnir vel á veg með að undirbúa K-dag og er stefnt á mikla sölu í svæðinu, komin er upp keppni á milli Eldeyjar og Setbergs hvor klúbbur selur meira. J

Sýnt var nýtt myndband um alheimsverkefnið MNT

Þá var staðfest kjör á svæðisstjóra 2011-2012 Bergþór Ingibergsson Eldborg og kjörsvæðisstjóri 2011-2012 var kosinn Konráð Konráðsson Eldey.

Bestu kveðjur og gleðilegt sumar

 

Hildisif Björgvinsdóttir

Svæðisstjóri Ægissvæðis