Sí- ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.

Sí- ný og endurmenntun Kiwanisfélaga.


Um nokkra hríð hefur KI boðið uppá vefnámskeið (webinar) á ensku og spænsku fyrir Kiwanisfélaga. Efni námskeiðanna er mjög fjölbreytilegt og fræðandi þannig að allir ættu að finna eitthvað við hæfi. Skrá þarf sig á hvert námskeið, en það er mjög einfalt. Hægt er að nálgast eldri námskeið, en einnig eru þau vinsælustu reglulega endurtekin.
Námskeiðin byrja flest um 7/8 leytið að EST tíma þannig að ef félagar eru ekki of kvöldsvæfir  þá gengur þessi tími. Ég hvet félaga og ekki síst verðandi embættismenn að kynna sér málið hér  Að lokum langar mig að vekja athygli á nokkrum áhugaverðum námskeiðum á næstunni.
Kiwaniskveðja
Óskar Guðjónsson
Umdæmisstjóri
 
March 15 - Fun Facts about the Annual Club Report
Allt sem þú vilt vita um Árskýrslur Kiwanisklúbba  og hvernig eigi að gera þær.

March 22 - Online monthly report: How and why
Í framtíðinn verða mánaðarskýrslur klúbba væntanlega allar á vefnum, okkar eða KI. Fræðstu um hvernig skýrslurnar spara þér tíma og fyrirhöfn og öðlastu skilning á mikilvægi skýrslanna í starfinu:

March 29 - Sponsoring New Club Orientation
Hvernig á að gerast og hverjar eru skyldur móðurklúbba . Vegferðin hefst með fyrstu tilraunum til þess að stofna nýjan klúbb og hún heldur áfram  meðan nýr klúbbur er að læra að fóta sig og skjóta varanlegum þjónusturótum í nærumhverfi sínu.

April 12 - Reveal: Reach Out
Hvernig getur klúbbur nýtt eflingarmöguleika sína í bæjarfélaginu, Hver félagi sem býður nýjum einstaklingi til liðs við Kiwanis er að hafa jákvæð áhrif. Hér er fjallað um hvernig eigi að stand að þjónustuverkefnum og gera þau fundi og félagslegar samverustundir félaganna og skemmtilegar, gefa Kiwanisupplifuninni aukið vægi og virkja alla félaga  í fjölgunarátaki.

May 3 - Signs of a Good Leader
Leiðtogar eru allt í kringum okkur – en hverjir eru þeir. Hver eru 10 hesltu einkennin sem við leitum að þegarar vi virkjum sjálfboðaliða til starfa? Hverjir eru “óslípuðu demantarnir” í klúbbnum, svæðinu, umdæminu!!!

May 24 - Club Meetings with Impact
Nú þurfa fundir ekki lengur að vera bara fundir!!! Formúur að hágæðafundum eru  hér til umræðu.
June 7 - Quick, Easy Service Projects
Umfjöllum um einföld, kostnaðrlítil, en árangursrík þjónustuverkefni sem sjálfsagt er að kynna sér.
June 21 - Member Engagement
Fylgist þú með nýjum félögum ganga hnarreystir inn um útidyrnar - en sérð þá síðan laumast hnípnir út um bakdyrnar? Hver er galdurinn við að halda nýjum félögum og gera þá virka í starfinu?  Skráðu þig á þetta námskeið og þú veist betur!!!