Svæðisráðsfundur í Ægissvæði

Svæðisráðsfundur í Ægissvæði


Annar svæðisráðsfundur Ægissvæðis var haldinn 12. febrúar sl.
Umdæmisstjóri stýrði fundi í fjarveru svæðisstjóra sem var veik.
Forsetar fluttu skýrslur og kemur fram í þeim að mikið og gott starf er í klúbbunum í svæðinu.
Teknir hafa verið inn fjórir nýir félagar en þrír félagar hafa fallið frá á þeim tíma sem liðin er frá því að við hittumst siðast.
Gylfi og Dóra frá K-dagsnefnd sögðu frá stöðu mála í undirbúningi að K-degi.
Hulda Guðlaugsdóttir frá unglingaklúbbnum Bláma fræddi okkur um hvað þau  eru að gera og tilurð klúbbsins
Kjörsvæðisstjóri kynnti sumarhátíð Ægissvæðis sem verður í júní nk.

Kveðja
Hildisif