Nýr samningur við Eimskip vegna Hjálmaverkefnis

Nýr samningur við Eimskip vegna Hjálmaverkefnis


Eimskip og Kiwanishreyfing gerðu með sér 3ja ára samning um kaup og dreifingu á reiðhjólahjálmum
 föstudaginn 21. febrúar síðast liðinn og var samningurinn undirritaður í höfuðstöðvum Eimskipa
 af Óskari Guðjónssyni umdæmisstjóra og Gylfa Sigfússyni forstjóra Eimskipa.
 
Hjálmarnir eru alfarið íslensk hönnun og voru hannaðir af fyrirtækinu Koma og eru með íslenska.Hjálmarnir eru í fyrsta sinni í tveimur litum bleikir og bláir og eru með sérstökum endurskinsmerkjum
sem sannreynd hafa verið að eyðileggja ekki styrk hjálmsins. Þessir hjálmar verða síðan afhentir fyrstubekkingum grunnskóla í vor.