Þorrablót Kötlu

Þorrablót Kötlu


Þorrablót Kötlu var haldið 22. jan.  að þessu sinni að Engjateig, mun betri sal en í Borgartúni. Salurinn er mjög skemmtilegur eftir breytingar, nú með hringborðum sem taka 10 manns í sæti. Forseti setti blótið og minntist látins félaga Jónasar Helgassonar sem andaðist 22 jan. sl. Veislustjóri Ólafur Sveinsson stýrði söng og borðhald hófst. Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri flutti erindi, hann minntist þess að þann 21 jan. 1915 var Kiwanis hreyfinginn stofnuð.
Tryggvi Vilmundarson spilaði á gítar og söng gamla slagara. Happdrætti með góðum vinningum fór fram og hljómsveitin Klassík spilaði fyrir dansi fram á nótt.
Almennur fundur nr. 1072 var haldin 19 jan. með ræðumanni Jóni Viðari Matthíassyni slökkviliðstjóra höfuðborgarsvæðisins. Hann þakkaði fyrir bangsana sem Katla gefur á hverju ári í sjúkrabílana til að gleðja börnin. Einnig fjallaði hann og um það hve fjarlægðir frá slökkvistöð til hverfa og bæja skipti miklu máli. Einnig skipulag, gatnakerfi og staðsetningar stöðva því tíminn skiptir höfuðmáli, að komast sem fyrst á staðinn. Margar spurningar voru lagðar fram í lokin og svör við þeim fengust á þessum fundi. Forseti færði Jóni Viðari bókina Kötlueldar að gjöf.
ritari Kötlu
Jóhannes Kristján Guðlaugsson