Heklufélagar gefa æfingarhjól

Heklufélagar gefa æfingarhjól

  • 14.01.2011

Það er hefð fyrir því að hafa einn fund að Hrafnistu ásamt Sjómannadagsráði og stjórnar Hrafnistu, nú var tilefnið sérstakt því Heklufélagar ætluðu að afhenda Endurhæfingarstöð Hrafnistu æfingarhjól af gerðinni “Moto Media viva2”.. Heklufélögum ásamt eiginkonum var boðið  í Endurhæfingarstöðina þriðjudaginn 11. janúar kl. 18:00 og okkur sýnd þar starfsemin og aðstaðan.
Þar bauð okkur velkomin forstjóri Hrafnistu Pétur Magnússon. Formaður styrktarnefndar Þorsteinn Sigurðsson skýrði frá þessari gjöf og vonaðist til að hún reyndist vel, eins og það þrekhjól sem áður hafði verið gefið. Verðmæti gjafarinnar er kr. 530.000,-  Hjólið var prófað af gestum og starfsfólk leiðbeindi þeim. Eftir þessa athöfn var haldið upp á efstu hæð á Hrafnistu í sal er nefnist Helgafell þar sem fundurinn fór fram.
Á fundinum kom fram hjá Guðmundi Hallvarðssyni stjórnarformanni Hrafnistu að samstarf Kiwanisklúbbsins Heklu og Hrafnistuheimilanna hefði byrjað árið1965.
Guðmundur þakkaði Heklufélögum mjög fyrir ánægjulegt samstarf öll þessi ár.
Einnig kom fram hjá formanni Hrafnistunefndar Birni Pálssyni að kvöldvakan á Hrafnistu Reykjavík yrði í febrúar og sumarferðin í lok maí.

Birgir Benediktsson
ritari Heklu.