Frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla

Frá Byggjendaklúbbi Engjaskóla

  • 11.01.2011

Byggjendaklúbbur Engjaskóla óskar öllum Kiwanisfélögum gleðilegs árs.
Ég hef verið að velta fyrir mér hver væri hugsunin á bak við klúbbastarfsemi.  Þá datt mér í hug skógrækt.  Til að rækta stórt  tré, þarf fyrst að setja niður fræ og eftir 15-20 ár er komið fallegt tré.  Þetta er ef til vill hægt að heimfæra á Byggjendaklúbb Engjaskóla .
Von mín er sú að þau börn sem þar hafa kynnst starfi Kiwanishreyfingarinnar skili sér ef til vill aftur inn í hreyfinguna eftir 15 til 20 ár þá orðnir fullorðnir einstaklingar.   Ég gerði það að gamni mínu um jólin að taka saman þann fjölda barna sem hefur farið í gegnum starf klúbbsins  þau 7 ár sem hann hefur starfað, þó 6 ár séu frá stofnun hans.  Mér telst til að það séu milli 370 og 380 börn sem hafa tekið þátt í starfinu á þessum árum.  Ef 10 – 15% þessara  barna mundu skila sér síðar til Kiwanishreyfingarinnar þá finnst mér þeim tíma, sem ég hef varið í uppbygginguna, vel varið.  Skoðun mín er hins vegar sú að það þurfi að standa miklu betur við bakið á þeim sem eru í forsvari fyrir starfinu.  Jú, það er svo, K iwanis er nú fyrir börnin fyrst og fremst.

Röddin