Landsmót Kiwanis í golfi

Landsmót Kiwanis í golfi

  • 01.04.2010

Vestmannaeyjar, 23. maí 2010 kl. 13.00
Kæru Kiwanisfélagar
Landsmót Kiwanis í golfi verður haldið í Vestmannaeyjum þann 23. maí nk. Fyrirkomulag mótsins er hefðbundið en þó var ákveðið að spila mótið samhliða keppni Vestmannaeyjaklúbbana í Kiwanis, Akoges og Oddfellow. Því má búast við 70-100 þátttakendum í mótinu og hlökkum við í golfnefnd Helgafells mikið til. Vonumst við til þess að Kiwanisfélagar okkar af fastalandinu heiðri okkur með nærveru sinni.
 
Við hvetjum áhugasama félaga að panta nú þegar far með okkar ástkæra Herjólfi þar sem ekki er ólíklegt að erfitt verði að fá farmiða fyrir bíla og jafnvel einstaklinga þegar nær dregur. Ástæðan er áhugi fólks af fastalandinu á Fjölskylduhelgi Vestmannaeyjabæjar sem stendur yfir þessa helgi. Fjölmargir menningarviðburðir verða í boði alla helgina og má fylgjast með dagskrá áwww.vestmannaeyjar.is  þegar nær dregur. Félagar eru einnig hvattir til að taka betri helminginn með og jafnvel einhverja af yngri kynslóðinni en ef þátttaka verður góð munum við hittast á laugardagskvöldi í Kiwanishúsinu og eiga góðar stundir saman. Einnig er möguleiki á að skipuleggja skoðunarferð um eyjuna ef áhugi er fyrir hendi. Þess má geta að glæsilegt útivistarsvæði við sundlaugina verður opnað í apríl.
Þátttökurétt í landsmótinu hafa félagar í Kiwanis á Íslandi, makar þeirra og aðrir vinir. Skráning fer fram á www.golf.is undir heitinu Landsmót Kiwanis og hefur þegar verið opnað fyrir skráningu. Athugið félagar í Helgafelli úr Vestmannaeyjum skrá sig beint hjá Arnsteini í síma 694-2456.
Keppt er í eftirtöldum flokkum:
Landsmót: 1. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 1-20) með og án forgjafar, 2. flokkur Kiwanisfélaga (forgjöf 20,1-36) með og án forgjafar, Kvennaflokkur með forgjöf, gestaflokkur með forgjöf. Keppt verður um nándar og púttverðlaun og í sveitakeppni klúbba.
Klúbbakeppni K,O,A: Keppnin er punktakeppni, Stableford, með fullri forgjöf. Þó er hámarksforgjöf karla 30 og kvenna 36. Keppendur leika á sinni forgjöf, samkvæmt þeim golfklúbbi þar sem þeir eru félagar, með vallarforgjöf GV.  Hafi keppendur ekki skráða forgjöf mun dómnefnd mótsins úrskurða þeim forgjöf áður en keppni hefst.
Bikarhafar frá því í fyrra eru minntir á að koma silfrinu til skila fyrir 1. maí. Konráð Konráðsson úr Eldey mun taka við þeim og má senda þá á eftirfarandi heimilisfang:
• Konráð Konráðsson, Kleifakór 11, 203 Kópavogur.  Sími: 862-1661 , konrad.konradsson@gmail.com
Þess má einnig geta að á laugardegi og sunnudagsmorgni fer fram LEK-viðmiðunarmót á golfvellinum og geta áhugasamir því tekið þátt í tveimur mótum hafi þeir áhuga og þrek til. Aðrir hafa möguleika á að spila á vellinum e.h. á laugardegi þegar keppendur í LEK-móti hafa allir verið ræstir út.
Dagskrá:
Allir keppendur verða ræstir út um kl. 13.00 og er áætlað að ljúka leik um 18.00. Þá tekur við frábær súpa og brauð, verðlaunaafhending og skemmtilegt spjall fram eftir kvöldi fyrir þá sem hafa þrek ungra manna.
Verð:
4.000 kr. Innifalið er mótsgjald, súpa og brauð að móti loknu.

Ferðatilhögun:
Nokkrir möguleikar eru fyrir hendi til að ferðast til og frá Eyjum.
Herjólfur
Áætlun: Sigling frá Þorlákshöfn til Vestmannaeyja tekur 2 klst. og 45 mín. Farþegar þurfa að vera mættir 30 mínútum fyrir brottför. Hægt er að bóka kojur og einnig fyrir tjaldvagna og fellihýsi gegn aukagjaldi.
Föstudagur - kl.  12.00 og 19.30 (ÞOR-VEY)
Laugardagur -  kl 12.00 og 19.30 (ÞOR-VEY)
Sunnudagur -  kl. 16.00 (VEY-ÞOR)
Mánudagur - kl. 8.15 og 16.00 (VEY-REY)
Verð:  Einstaklingur -  5.320 kr. báðar leiðir ; Bíll – 5.320 kr. báðar leiðir ; koja – 640 kr. (með teppi) og 1.330 kr. (uppábúið rúm). Hægt er að kaupa afsláttarkort ef um er að ræða stærri hópa.
Pöntun og upplýsingar:  481-2800 og www.herjolfur.is
Bakkaflug
Áætlun: Flugfélag Vestmannaeyja flýgur þessa helgi  allt að tvisvar á klukkustund frá Bakka í Landeyjum. Um er að ræða litlar rellur sem tekur um 5 mínútur að fljúga á milli. Athugið golfkerrur komast illa fyrir í vélunum og því er mönnum ráðlagt að taka burðarpokann með.
Verð: 10.000 kr. fram og tilbaka
Pöntun og upplýsingar: 481-3255
Flugfélag Íslands
Áætlun: Flug frá Reykjavík til Vestmannaeyja tekur um 25 mínútur.
Föstudagur - kl.  16.45 (REY-VEY)
Laugardagur -  kl. 8.30 og 16.30 (REY-VEY)
Sunnudagur -  kl. 11.15 (REY-VEY) og  17.35 (VEY-REY)
Mánudagur - kl. 9.05 og 17.35 (VEY-REY)
Verð:  frá 10.000 kr. báðar leiðir
Pöntun og upplýsingar:  570-3000 og www.flugfelag.is
Gisting:
Á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar má finna frekari upplýsingar um gistingu: http://www.vestmannaeyjar.is/?p=100&id=2234

Áhugaverðar vefsíður:
Heimasíða Golfklúbbs Vestmannaeyja:
http://www.gvgolf.is/
Kynningarbæklingur um Vestmannaeyjar: http://www.xtreme.is/net/skraarsafn/vestmannaeyjar_is/1092829066.pdf
Söfn í Eyjum:
http://www.vestmannaeyjar.is/?p=100&id=2131
http://www.vestmannaeyjar.is
http://www.heimaslod.is
 
Prentvæn útgáfa klika hér