Frá Skildi Siglufirði

Frá Skildi Siglufirði

  • 09.01.2010

Skjaldarfélagar óska öllum kiwanisfélögum og fjölskyldum þeirra.Gleðilegt nýtt ár,með ósk um að árið 2010 verði okkur öllum til farsældar.Hjá okkur hefur mikið verið að gera,


 
um jól og áramót,þar sem við sáum um jólabarnaball og þrettándagleði,eins og
við höfum gert í tugi ára.Unglingar úr 10.bekk grunnskólans
hafa aðstoðað okkur tvö síðustu ár við þrettándagleðina,og
hefur það verið mjög ánægulegt samstarf.Vel tóks til með
þessa viðburði og er okkur kiwanisfélögum til mikils sóma.
Árið 2010 byrjar vel hjá okkur,fyrsti fundur ársins var 8.jan
þar sem mættir voru 20 félagar sem gerir 77% mætingu.
Einnig voru hjá okkur 4 gestir,og ánægjulegt var að við tókum inn í klúbbinn einn nýan félaga sem heitir Kolbeinn
Aðalsteinsson.
                       Kiwaniskveðjur.
         Salmann Kristjánsson Forseti Skjaldar
 
Á myndini frá vinstri Salmann Kristjánsson Forseti
Skarphéðinn Fannar Jónsson meðmælandi
Ingvar Erlingsson fyrrv.Forseti meðmælandi
Kolbeinn Aðalsteinsson nýr félagi