Lífi blásið í Kiwanishreyfinguna.

Lífi blásið í Kiwanishreyfinguna.

  • 15.11.2009

Fimmtudaginn 12. október sótti umdæmisstjóri Kiwanisklúbbinn Sólborg heim. Tilefnið var fyrst og fremst að samgleðjast Sólborgarkonum með tvo nýja félaga sem teknir voru inn í klúbbinn þetta kvöld. Áður hafi fjölgað um einn í klúbbnum og fleiri eru í biðstöðu. Glæsilegt.
Að formlegheitunum loknum fengu viðstaddir fræðslu í fyrstu hjálp og endurlífgun. Umdæmisstjóri lét sitt ekki eftir liggja og blés hraustlega í dúkkuna. Hann var beðinn að ímynda sér að þarna væri Pamela Anderson á ferðinni, en konurnar áttu að sjá Brad Pitt fyrir sér. Mér þótti Pamela hvorki "lífleg né líkleg" , en blés þó og hnoðaði af krafti. Svo miklum að góðri Sólborgarkonu varð að orði að þarna væri loksins kominn rétti maðurinn til að blása lífi í Kiwanishreyfinguna!!! Ég þakka Sólborgarfélögum fyrir frábært kvöld og óska þeim til hamningu með nýju félagana. Áfram stelpur!!!

Óskar