Stjórnarskipti í Færeyjum

Stjórnarskipti í Færeyjum

  • 27.10.2009

Við héldum 6 kiwanisfélagar til stjórnarskipta í Færeyjum föstudaginn 23. okt. þessir félagar eru Frímann Lúðvíksson, Birgir Hjaltason, Árni Þorvaldsson allir úr Kiwanisklúbbnum Geysi. Með okkur voru einnig Gunnlaugur Gunnlaugsson úr Básum á Ísafirði og Geir Guðmundsson kjörumdæmisstjóri, ásamt mér auðvitað Jóni Eiríkssyni svæðisstjóra Þórssvæðis einnig úr Geysi í Mosó.  
Stjórnarskiptin fóru fram sl. 
laugardag kl. 18 og var skipt um stjórnir í öllum klúbbunum við þá athöfn en á eftir var efnt til herlegrar veislu sem stóð langt fram eftir kvöldi. Þessi veisla var haldin í tilefni af víxlu hússins svo og stjórnarskiptum sem áður sagði.
Á sunnudag var okkur íslendingunum boðið í ökutúr í boði Bjørgheðinn Jakobsen og hans konu Nicolínu. Keyrðu þau okkur vítt og breytt um nágrenni Þórhafnar meðal annars útí Gøtu og til Klakksvíkur. Einnig var haldið alla leið norður í Viðareyði.
Færeyingar voru búnir að bjóða til matarveislu aftur í Kiwanishúsinu á sunndags kvöld og hittist þar þó nokkur hópur af fólki. Eftir matarboðið átti ég þess kost að halda fund með forsetum og riturum klúbbana í Færeyjum og áttum við þar góðar samræður um starfið hjá þeim og hvað væri framundan. Fékk ég þar mjög gott veganesti fyrir veturinn.
Þessi Færeyja túr var allur hinn skemmtilegasti og "gerðum við góða vitjan" þangað út.

Með Kiwaniskveðju
Jón Eiríksson, svæðisstjóri Þórssvæðis