Umdæmisstjóri og kvennanefnd funda í Reykjanesbæ

Umdæmisstjóri og kvennanefnd funda í Reykjanesbæ

  • 22.10.2009

Í gærkveldi funduðu umdæmisstjóri og Kvennanefnd umdæmisins með áhugasömum konum úr Keflavík um hugsanlega stofnun kvennaklúbbs þar í bæ. Þetta var góður og skilvirkur fundur, Kvennanefnd kynnti hreyfinguna, markmið hennar og helstu verkefni og mikið var spurt og spallað og málið skoðað frá ýmsum hliðum.
Á fundinn mættu 6 áhugasamar konur, en vitað er um fleiri sem sýnt hafa klúbbstofnun áhuga. Væntingar eru um að hægt verði  að stofna græðlingsklúbb frá Sólborgu í Keflavík og í framhaldinu geti orðið til sjálfstæður og öflugur kvennaklúbbur á Suðurnesjum.

Kiwaniskveðja
Hjördís, Guðbjörg og Óskar