Andlát

Andlát

  • 19.10.2009

Tryggvi Jónasson félagi okkar í Kiwanisklúbbnum Helgafelli lést þann 17 október s.l eftir erfið veikindi. Tryggvi gekk til liðs við Kiwanishreyfinguna 1967 og var einn af stofnfélögum Helgafells og sat sem erlendur ritari í fyrstu stjórn klúbbsins á árunum 1967 – 1968.
Tryggvi var fæddur 04.10.1929 og því ný orðinn áttræður. Hann var menntaður rennismiður og starfaði í fjölda ára við þá iðn, fyrst í Vélsmiðjunni Völundi, sem hann var einn af stofnendum að og síðan í Skipalyftu Vestmannaeyja þegar hún tók til starfa.
Tryggvi var líflegur og skemmtilegur félagi sem öllum þótti vænt um , og mikil félagsvera og starfaði m.a í Lúðrasveit Vestmannaeyja í fjölda mörg ár, ásamt Kiwanis.
Tryggvi var kvæntur Jónu M Júlíusdóttur og átti þrjár dætur þær, Ásgerði, Júlíu og Karen og viljum við Kiwanisfélagar votta þeim,  og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúðar  og biðjum Guð að gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum.
Við Helgafellsfélagar horfum nú á eftir góðum félaga og vini og þökkum fyrir þær ánægjulegu samverustundir sem við áttum með Tryggva Jónassyni

Tómas Sveinsson félagi í Helgafelli