Kiwanis- sumarbúðir í Eistlandi

Kiwanis- sumarbúðir í Eistlandi

  • 12.10.2009

Góðir Kiwanisfélagar
Á umdæmisþingi nefndi ég möguleika á ungmennasamskiptum við Kiwanisfélaga í Eistlandi. Möguleikinn er nú staðreynd. Umdæminu býðst að senda allt að 10 ungmenni auk tveggja fararstjóra í sérstakar Kiwanissumarbúðir í Eistlandi dagana 4- 11. júlí 2010. Að sumarbúðunum standa Kiwanisklúbbarnir í Keila í Eistlandi, en klúbbarnir eru sérstakir vinaklúbbar Kiwanisklúbbsins Eldeyjar í Kópavogi.

Sumarbúðirnar eru haldnar með styrkjum frá KI, KI-EF og EU Youth Program. Reiknað er með að 70% kostnaðar verði greiddur af þessum aðilum. Búðirnar eru alþjóðlegar, en auk Íslands munu heimamenn og ungmenni frá Finnlandi, Þýskalandi, Lettlandi og Georgíu taka þátt. Búðirnar eru fyrir ungmenni á aldrinum 13-20 ára, stelpur og stráka. Með þessu bréfi er íslenskum Kiwanisfélögum boðið að tilnefna börn sín í þessa ferð.
 
Bréfið í heild sinni má nálgast með því að klikka hér