Frá umdæmisstjóra

Frá umdæmisstjóra

  • 02.10.2009

Góðir Kiwanisfélagar
1. október er sérstakur dagur fyrir Kiwanis! Þetta er dagurinn sem nýir embættismenn taka formlega til starfa og leiða okkur inn í nýtt ár þjónustu og starfsgleði.  En áður en til þess kemur kveðjum við umdæmisstjóra vorn Matthías G Pétursson sem fór fyrir okkur síðasta ár af krafti og áhuga. Frábært hjá þér Matti.
Í dag tek ég formlega við stjórninni. Umdæmisstjórnarárið er hafið og ég hlakka til að vinna með því ágæta fólki sem er tilbúið að sinna þeim verkefnum sem bíða. Ég vona að ánægjustundirnar okkar verði margar og minningarnar jákvæðar.

Ég hvet okkur öll til að láta Kiwanisákefðina og -kraftinn ná tökum á okkur og að við:
1)    setjum þjónustu í forgrunn
2)    hvetjum hvert annað til að segja einhverjum frá Kiwanis á sama hátt og einhver     
        sagði okkur einu sinni frá Kiwanis

Ætlar klúbburinn þinn að gera eitthvað nýtt og spennandi á þessu starfsári?
Gaman væri að segja frá því á kiwanis.is.

Ég óska ykkur árangurs- og gifturíks komandi Kiwanisárs

Óskar