Efling? Kraftur -Áræði Lykillinn er í þínum höndum!!!

Efling? Kraftur -Áræði Lykillinn er í þínum höndum!!!

  • 28.09.2009

Góðir Kiwanisfélagar

Á afstöðnu umdæmisþingi kynnti ég, sem eina af nýjungum komandi árs, átaksverkefnið   
“1 – 2 – 3 Skiptum um gír” Þessu nýja viðurkenningarverkefni umdæmisins er fyrst og fremst ætlað að beina athyglinni að þeim Kiwanisfélögum sem ganga fyrir skjöldu í liðssöfnun klúbbanna
 
og leggja þannig sitt af mörkum til að efla hreyfinguna, gera hana sterkari, gera hana fjölmennari og hvetja aðra til að ganga í fótspor þeirra. Eitthvað sem er reyndar að gerast í öllum klúbbum árin um kring, en nú verður kastljósinu beint að þeim sem oft hafa verið til hlés, meðmælendunum.


Markmiðið átaksins er sem sagt að hvetja Kiwanisfélaga til að efla inniviði klúbba sinna og hreyfingarinnar með því að gerast meðmælendur nýrra félaga. Staðreyndin er sú að 100% þeirra sem ekki eru beðnir um að ganga til liðs við Kiwanis gera það ekki!!! 
 
Klikka hér til að sjá allt plaggið