Þinglok

Þinglok

  • 17.09.2009

Vel heppnuðu 39 umdæmisþingi lauk á laugardagskvöldið s.l með galaballi í Vodafonehöllinni þar sem margt var um manninn. Borinn var fram þriggja rétta
matseðill sem tókst með miklum ágætum. Viðurkenningar voru veittar að venju og voru t.d fyrirmyndarklúbbar tilkynntir á þingfundi fyrr um daginn en eftirfarandi

klúbbar hlutu þessa eftirsóttu viðurkenningu í ár.

Jörfi
Katla
Drangey
Mosfell
Embla
Herðubreið
Skjálfandi
Helgafell
Ós
Eldborg
Eldey
Keilir
Setberg
Sólborg
Elliði
Esja

Fjölgunarbikarinn í ár hlaut Helgafell en þeir fjölguðu um 15 félaga í ár, athyglisverðasta styrktarverkefnið kom í hlut Eldeyjar, Sólborg úr Hafnarfirði
hlaut fjölmiðlabikarinn, og besti svæðissjórinn var Helgi Straumfjörð Eddusvæði en hann kemur frá Kiwanisklúbbnum Kötlu.
Að venju voru stjórnir kallaðar fram á gólfið og gefið gott lófatak og einnig afhentar gjafir til erlendra gesta. Veislustjóri kvöldsins var Ingvar f.v
söngvari hljómsveitarinnar Papar og fórst honum hlutverkið vel úr hendi og að lokum var stiginn dans fram eftir nóttu.

Stjórnarskipti fóru síðan fram á sunnudeginum og tekur ný stjór við taumunum þann 1 október undir dyggri stjórn Óskars Guðjónssonar.

Þess ber að geta að það er komið fullt af myndum frá þingi og lokahófi undir Myndasafnið.