Þakkarorð frá Þingnefnd

Þakkarorð frá Þingnefnd

  • 14.09.2009

Nú er lokið vel heppnuðu og vel sóttu umdæmisþingi. Mikið hefur mætt á þeim sem í þingnefnd völdust, einkum vikurnar fyrir þing. En það var nú þannig, að nefndin kom saman nánast vikulega allt frá páskum.
Snemma vaknaði sú hugmynd í nefndinni að gefa út sérstakt þingblað. Það varð og raunin. Í nánu samstarfi við ritstjóra Kiwanisfrétta, Ragnar Örn Pétursson, var hægt að koma nánast öllu prentmáli vegna þingsins á einn stað, þar sem allt Kiwanisfólk hafði jafnan aðgang.
Einnig var heimasíða Kiwanis notuð óspart og var Tómas Sveinsson okkar maður þar.
Vonandi er þetta fyrirkomulag komið til að vera.
Við í þingnefndinni viljum þakka þingfulltrúum gleðileg kynni á góðu þingi og samstarfið við umdæmisstjórn. Í nefndinni voru: Guðmundur R. Þorvaldsson, formaður, Sigurður Ingibergsson, gjaldkeri, Þorleifur Markússon, ritari, Sigurður Axelsson, Aage Petersen, Hafþór Árnason, allir úr Setbergi, Atli Heiðar Þórsson og Eyþór Einarsson úr Eldey. Um mitt sumar tók Atli að sér ritarastarfið í forföllum Þorleifs.
Kveðja,
f.h. þingnefndar, GRÞ.