Þinghald

Þinghald

  • 12.09.2009

Eftir að þingfundi var frestað í Laugarneskirkju hófust þingstörf aftur kl 9.00 í morgun með flutningi skýrslna Umdæmisstjórnarmanna
Síðan var farið yfir fjárhagsáætlun 2009-2010 og reikninga 2007-2008 .
Lagabreytingar voru engar og var haldið áfram með dagskrá
sem var á undan áætlun og m.a var kynnt umdæmisstjórn næsta árs og framboð Ragnars Arnars Péturssonar til umdæmisstjóra 2011-2012
og síðan var tekið matarhlé. Að því loknu var halið áfram með þingstörf með málefnum styrktarsjóðs þar sem m.a reikningar sjóðsin
voru kynntir og sáu Guðmundur Baldursson og Sigurður Péturssoon um þennann lið. Næst fór Ástbjörn Egilsson yfir lagabreytingar
og tillögur að nýrri stjórn styrktarsjóðs en Sigurður Pétursson hættir sem formaður sjóðsins. Ekki komu fleiri tillögur um stjórarmenn
og var tillagan samþykkt með lófataki en næsti formaður sjósins er Björn Ágúst. Næstur kom í pontu Formaður hjálmanefndar Guðmundur Oddgeir
og fór Guðmundur yfir þetta frábæra verkefni sem Kiwanishreyfingin tók sér á hendur fyrir nokkurum árum og erum við í samstarfi
við Eimskip um þessar mundir í þessu verkefni. Næstur kom í Pontu Gylfi Ingvarsson með upplýsigar um næsta K-dag sem er áframhaldandi
til styrktar geðsjúkum . Síðan var orðið gefið laust um málefni K-dags og komu margir upp og fluttu sínar hugleiðingar og athugasemdir
um K-daginn. Næsta atriði á dagskrá var kynning á næsta þingstað í Kópavogi á næsta ári 2010 og sá Atli Þórsson um þessa kynningur
og eru menn framsæknir í Kópavogi fyrir næsta þinhald. Ragnar Örn kom í pontu og kynnti fyrir þingfulltrúum þingstað 2011-2012 sem
er Reykjanesbær. Næst var komið að liðnum önnur mál og hóf Matthías umdæmisstjóri þennann dagskrárlið með því að tilkynna hvaða
klúbbar hafa unnið til þess að verða fyrirmyndarklúbbur umdæmissins þetta starfsárið og eru þeir margir sem náðu þessu markmiði.
í ár. Fleiri liðir komu upp á borð þingsins undir þessum lið og að endingu var fundi frestað til kl 20.00 og verður þráðurinn
tekinn upp aftur í Vodafonehöllinni.