Frá Þingnefnd

Frá Þingnefnd

  • 05.09.2009

Kæra Kiwanisfólk. Nú líður senn að þinghaldi. Af því tilefni vill þingnefnd hnykkja á nokkrum atriðum sem vert er að huga að tímanlega. Fyrir það fyrsta minnum við forseta/fulltrúa klúbba á að taka með sér klúbbfána og borðfána til þings. Í öðru lagi hvetjum við alla aðra sem hafa tök á, að mæta og taka þátt í skemmtilegu þingi og njóta þess annars sem í boði verður.

Fyrir þá sem ekki eru bundnir við að sitja sjálft þingið, t.d. makar, eiga þess kost að fara í skoðunarferð, s.k. "makaferð" á laugardeginum. Lagt verður upp frá Hótel Hafnarfirði kl. 10:00 að morgni, í rútu, og ef veður leyfir, gengið um elsta hluta Hafnarfjarðar undir leiðsögn Sigurbjargar Karlsdóttur.
Hún mun leiða þátttakendur um huliðsheima og álfabyggðir þar sem farið er eftir korti Erlu Stefánsdóttur, sjáanda, auk þess sem komið verður við á byggðasafninu.Látið verður ráðast af veðri hversu mikið verður gengið, en rúta mun vera til taks allan tímann. Áætlað er aðferðin taki um 2-3 tíma. Að lokinni göngu verður komið við á kaffihúsi.
Verð á mann er kr. 1.700,- auk rútugjalds, sem ræðst af þátttöku.
Að lokum er vert að minna á miðasölu á lokahóf. Búið er að auglýsa miðaverðið, kr. 6.500,- á mann, og matseðillinn er hér á síðunni. Þar læddist að vísu inn ein villa. Ekki stóð til að bjóða uppá fordrykk, það hefði hækkað miðaverðið umtalsvert.

F.h. þingnefndar.
Guðmundur R. Þorvaldsson, form.