Kiwanis International í leit að nýju heimsverkefni (WSP)

Kiwanis International í leit að nýju heimsverkefni (WSP)

  • 02.09.2009

Árið 1994 hét Kiwanishreyfingin því að forða börnum frá sjúkdómum tengdum joðskorti. Fyrsta heimsverkefni Kiwanis leit dagsins ljós. Núna þegar meirihlut barna heimsins eru óhult fyrir þeim ógnvænlega sjúkdómi sem joðskortur er, leitar Kiwanis að tillögum um annað heimsverkefni sem gerir Kiwanisfélögum um heim allan tækifæri til að hafa jákvæð áhrif á heiminn í kringum okkur með því að hjálpa börnum í brýnni neyð.

Kiwanisfélagar eru því hvattir til að koma hugmyndum sínum á framfæri. Tillögur um nýtt heimsverkefni verða að hafa borist umdæmisstjórn fyrir 1. október 2009, en val á nýju verkefni verður kynnt á heimsþingi hreyfingarinnar í Las Vegas í júní 2010.

Tillögur að verkefni verða að:

l Snerta málefni eða vandamál er tengist börnum
l  Vera afgerandi og skipta máli
l  Fela í sér bæði þjónustu og fjáröflun
l  Snúast um leysanlegt vandamál eða málefni
l  Hafa í för með sér  betrumbætt líf og jákvæða lífsreynslu
Kiwanisfélagar er hvattir til að huga að þessu mikilvæga verkefni, leggja höfuðið í bleyti og koma með góðar tillögur  sem sameina þá þætti sem að ofan eru nefndir. Gangi ykkur vel.

.[ÓG]