Aðalfundur Mosfells

Aðalfundur Mosfells

  • 14.05.2009

Aðalfundur Mosfells var haldinn  13. maí s.l. Auk venjulegra fundarstarfa var opnuð heimasíða klúbbsins og heiðraðir tveir félagar.
Erlendur Fjeldsted hefur haft veg og vanda að gerð heimasíðunnar í samvinnu við Tómas Sveinsson intenetstjóra Umdæmisins og er síðan vistuð í nýja umsýlsukerfinu SmartWebber hjá Smart Media.

Heiðursfélagi Mosfells var tilnefndur Sveinn Gíslason stofnfélagi og aldursforseti klúbbsins. Því til staðfestingar var hann sæmdur áletruðum silfurskildi.
Þá var Björn Baldvinsson sæmdur gullstjörnu Kiwanishreifingarinnar. Er Björn sá fimmtugasti sem þessa sæmd hlýtur innan Íslenska Umdæmisins.
Björn er vel að þessum heiðri kominn. Hann var aðalhvatamaðurinn að stofnun Mosfells og hefur unnið klúbbnum mikið og gott óeigingjarnt starf. Þá má ekki gleyma því starfi sem hann hefur lagt að mörkum fyrir Kiwanishreyfinguna á Ísalndi um áratuga skeið af atorku og óeigingirni.
 
Með kærri kveðju,
 
Siggi Skarp