Frá þingnefnd

Frá þingnefnd

  • 12.05.2009

Hér kemur tilkynning frá þingnefnd en nú eru málin að skýrast með þingið og búið að ákveða þinggjöldin, gistingu, galaball o.fl

Þinggjöld hafa verið ákveðin kr. 2.250,-

Bréf þessa efnis fara í póst 12. maí.

Þingnefnd hefur samið um hótelgistingu við Hótel Hafnarfjörð, sem er glænýtt íbúðahótel við Reykjavíkurveginn.(sjá hhotel.is)

Gisting í tveggja manna íbúð, stúdíó, er kr 11.000,- (5.500,- pr. mann) með morgunverði. Jafnframt verða í boði,

gestum að kostnaðarlausu, rútuferðir á þingsetningu, þingstað og lokahóf. Einnig má benda á að strætó stoppar fyrir framan hótelið

á hálftímafresti. Tekin hafa verið frá 40 herbergi (íbúðir) og er það von þingnefndar að fulltrúar utan af landi nýti sér þetta

glæsiboð og fjölmenni í Hafnarfjörðinn.

Þingsetning verður í Laugarneskirkju. Að henni lokinni verður vinafagnaður í Kiwanishúsinu Engjateig 11 fram á kvöld.

Þingið sjálft verður þar einnig og að venju hádegismatur.

Lokahófið er síðan í Vodafonehöllinni Hlíðarenda.

Miðaverð á lokahóf ræðst af þátttöku. Ef við náum 250 manns þá verður það varla meira en kr. 6.500,- með þriggja rétta máltíð.

Þætti vænt um að þú settir þessar upplýsingar inn á síðuna.

Kveðja.

Guðm. R. Þorvaldsson, form. þingn.