Umdæmisstjórnarfundur

Umdæmisstjórnarfundur

  • 19.04.2009

Í gær var haldinn umdæmisstjórnarfundur í Kiwanishúsinu við Engjateig. Meðal þess sem fram kom var að aðeins hefur fjölgað í umdæminu og er það
vel, en raunfjölgun er um 15 félagar, Hjálmaafhending verður 14 maí en þetta hefur dregist vegna ástandsins í þjóðfélaginu og voru menn
hvattir til að koma tilkynningum í fjölmiðla þess efnis þannig að foreldrar fyrstu bekkinga fari ekki að kaupa hjálma á börnin.

Einnig kom fram að Evrópuforseti hefur óskað eftir stuðning frá öllum umdæmum Evrópu vegna jarðskjálftana á Ítalíu og hefur bréf þess efnis verið sent í alla klúbba.Niðurstaða er komin í greiðslur erlendu gjaldana en þau lækka um 40 % og hafa klúbbar fengið senda nýja greiðslureikninga.

Einnig var farið yfir málefni Kiwanisfrétta og hvenig væri hægt að flétta blaðið saman við skýrslur og önnur þingplögg til að spara vinnu og kostnað. Fjölmargt var á dagskrá fundarins svo sem skýrslur stjórnar, svæðissjóra og nefndarformanna, væntanlega ferð
á Evrópuþing þar sem Andrés Hjaltason er í framboði til kjör- Evrópuforseta. Farið var yfir fjárhagsáætlun 2009 - 2010 , reikninga sjóða og
m.fl og að lokum góðar umræður undir liðnum önnur mál og einnig afhenti Gylfi Ingavarsson fráfarandi umdæmisstjóri Guðmundi Ó. Ólafssyni
viðurkenningu fyrir vel unnin störf fyrir Tryggingasjóðnn í hans Umdæmisstjóra tíð, en nánar má sjá um fundinn síðar þegar fundagerð verður kominn inn á vefinn.
sjá má myndir á myndasíðu.