Fræðsluráðstefna

Fræðsluráðstefna

  • 01.04.2009

Um helgina var hadin fræðsluráðstefna og forsetafræðsla í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi. Matthías G Pétursson umdæmisstjóri
setti ráðstefnuna kl 9.30 og að setningu lokinni fór Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri 2009-2010 yfir markmið sín og kjörorð sem er
Efling, kraftur, áræði - Ábyrgðin er okkar.
Ástbjörn Egilsson flutti erindi um Kiwanis Evrópa í nútíð og framtíð, og Andrés Hjaltason
fór aðeins yfir framboðsmálin í sambandi við kjör vara Evrópuforseta þar sem kappinn er í framboði og síðan voru umræður og fyrirspurnir.
Hildisif Björgvinsdóttir fór yfir hlut kvenna í Kiwanis og þar væri horft til framtíðar með því að fjölga konum í hreyfingunni en
Hildisif er formaður Kvennanefndar Kiwanis. Næstur í pontu var Guðmundur Oddgeir fyrir Hjálmaverkefnið og fór yfir stöðuna þa þeim
vetfangi og kom fram hjá honum að stefnt væri á 4 maí sem afehendingardag hjálmanna og væri Eimskip aðalstyrktaraðili eins og undanfarin ár.
Þá var komið að hádegiverðarhléi þar sem snædd var dýrindis Mexico- súpa með öllu tilheyrandi að hætti Eldeyjarkvenna.
Að loknum hádegisverði fór Ragnar Örn Pétursson fjölmiðlafulltrúi og ritsjóri Kiwanisfrétta yfir kynningu á Kiwanis og hvernig setja
eigi upp fréttir á sem áhugaverðasta máta fyrir þá sem lesa. Næsti liður á ráðstefnunni var að skipta niður gestu í umræðuhópa þar sem
farið var yfir Hvernig kynnum við Kiwanis á 5 mínútum ? Hvernig fræðslu viljum við? Hvernig Umdæmisþing viljum við ? Að loknum umræðum kynntu
hóparnir niðurstöðurnar. Næst á dagskrá var heimasíðan kiwanis.is  hlutverk og framtíðarsýn, og að þvi loknu fór Alfreð Styrkársson yfir
Gagnagrunn KI möguleika og framtíðarsýn og síðan voru umræður og fyrirspurnir um þessi erindi. Næstur kom í pontu Ævar Breiðfjörð og fór
hann yfir Kiwanis International Foundation í stórum dráttum en Ævar er tengiliður KIF. Hjálmar Hlöðversson formaður fjölgunarnefndar
fór yfir málefni nefndarinnar og þar á meðal kynningarfundinn sem var á Egilstöðum en tókst því miður ekki nógu vel. Síðastur í pontu á
þessari ráðstefnu var Óskar Guðjónsson umdæmisstjóri 2009 - 2010 og fór hann til að byrja með yfir nýklúbbastofnun og síðan tók óskar saman
það helsta sem farið var yfir á þessari ráðstefnu og sleit henni síðan um fjögurleytið og sagði jafnframt að öllum ráðstefnugestum og mökum
væri boðið á Kúrekaball Sólborgar á Skrarfinum um kvöldið, og síðan myndu menn mæta hressir og kátir til forsetafræðslu sunnudagsmorgunin kl. 10.00.