Kjör íþróttamanns ársins í Siglufirði 2008

Kjör íþróttamanns ársins í Siglufirði 2008

  • 26.02.2009

Fimmtudaginn 19. febrúar stóð Kiwanisklúbburinn Skjöldur fyrir vali íþróttamanns ársins í Siglufirði fyrir árið 2008 í hófi á Allanum. Valinn var íþróttamaður fyrir hverja íþróttagrein í tveimur aldursflokkum 13-16 ára og 17 ára og eldri.

 Tilnefningar bárust frá sex íþróttafélögum og voru veittar viðurkenningar í karla og kvennaflokki fyrir hverja grein.  Agnar Þór Sveinsson fyrirliði KS-Leiftur í knattspyrnu var kjörinn íþróttamaður ársins 2008 í Siglufirði.  Einnig voru veitt heiðursverðlaun fyrir framlag til íþróttamála í Siglufirði og þau hlaut Jóhannes Egilsson sem hefur verið formaður Tennis og Badmintonfélags Siglufjarðar frá stofnun þess árið 1969 og hefur hann ávallt stutt dyggilega við unglingastarf félagsins.  Skjöldur hefur staðið fyrir kjöri íþróttamanns ársins í Siglufirði frá árinu 1979.



Verðlaunahafar allra flokka.