Styrktarsjóðurinn Birtan

Styrktarsjóðurinn Birtan

  • 14.01.2009

Samstarfsverkefni Kiwanisklúbbsins Elliða og BUGL

Kiwanisklúbburinn Elliði hefur að undanförnu  staðið fyrir fjáröflun í þeim tilgangi að styrkja starfsemi Barna– og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) og þar með stuðla að sem víðtækastri geðhjálp barna.

Með það að leiðarljósi hóf Kiwanisklúbburinn Elliði útgáfu og sölu á söngbókinni Söngperlur- 170 söngtextar. Í febrúar 2008 fór bókin í símasölu og annast hana Ingimar Skúli Sævarsson, s. 868-4551- iskuli@simnet.is. Öll sala og dreifing er í höndum  Skúla en umsjón fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Elliða hefur Páll V. Sigurðsson s. 863-7057.   Allur ágóði af sölu bókarinnar rennur í nýstofnaðan styrktarsjóð,  sem kallast Birtan.  Hlutverk sjóðsins er að veita fjárhagslegan stuðning til ýmissa verkefna , m.a. með útgáfu fræðsluefnis ásamt því að útvega önnur gögn og tæki sem henta starfseminni.
 Þegar þetta er ritað (12. jan 2009) eru komnar yfir 4 millj. króna inn á styrktarsjóðinn vegna sölu bókarinnar. Stjórn sjóðsins hefur þegar samþykkt að veita styrki úr sjóðnum til þriggja verkefna að upphæð 1720 þús. krónur. Öll þessi verkefni munu gagnast skjólstæðingum Bugl mjög vel.Ef einhver vandamál koma upp hafið þá samband við Ingimar Skúla eða undirritaðan.