Spjallrásin

Spjallrásin

  • 29.10.2008

Ég fékk góða ábendingu frá Sigurði vini mínu Skarphéðinssyni í sambandi við spjallrásina og ætla ég að láta innlegg Sigurðar fylgja hér með um leið og ég vil minna á að tengillinn á spjallrásina er á veftrénu vinstramegin á síðunni neðst og þar stendur SPJALL........

Hér kemur  innlegg Sigurðar.

Ekki er hægt að segja að líflegt sé yfir spjallrásinni, sjálfsagt hafa menn um annað að hugsa á þessum síðustu og verstu tímum. En er ekki ágætt að hætta að hugsa um kreppu og dýrtíð og hugasa um eitthvað annað eins og tildæmis Kiwanis, án þess að ég sé að gera lítið úr þessum alvarlegu tímum sem við stöndum frammi fyrir núna.
En hvað um það, ég var á Kiwanisfundi hjá klúbbnum mínum Mosfelli í gærkvöldi þar sem heimsforseti Kiwanis Donald R Canaday var aðal ræðumaðurinn. Donald er sagður kraftaverkamaður þegar kemur að stofnun Kiwanisklúbba. Hvar sem hann fer um heiminn stofnar hann Kiwanisklúbba. Hann er ný kominn frá Ástralíu og Nýja Sjálandi þar sem hann stofnaði milli 20-30 klúbba ef ég man rétt. Hann sagði okkur í ræðu sinni hvernig hann færi að ná til fólks sem vill láta gott af sér leiða og hvernig hann telur því trú um að Kiwanis sé rétti farvegurinn til þess.
Ég ætla ekki að fara frekar út í að skýra frá hans aðferðum, tel víst að þeir sem voru honum samferða síðustu daga á ferð hér á landi og til Færeyja hafi lært meira en við sem vorum á fundinum hvernig hann ber sig að.
Eftir að hafa hlustað á Don þá kemst maður ekki hjá því að sjá að það er hægt að fjölga í Kiwanis. Það þarf að skapa nýja sín, fá nýtt fólk með nýja sín í hreyfinguna. Hætta að leggja aðaláherslu á að fjölga í gömlu klúbbunum með okkur gamlingana innan borðs.
Látið nú heyra frá ykkur, til þess er spjallrásin (ef allir eru ekki hættir að fara inn á hana).
Með Kiwaniskveðju,
Siggi Skarp