Heimsforseti Kiwanis fundar á Íslandi

Heimsforseti Kiwanis fundar á Íslandi

  • 26.10.2008

Donald R Canaday heimsforseti Kiwanis kom til Íslands um helgina og fundar hér með Kiwanisfélögum næstu daga. Heimsforseti byrjaði á því að heimsækja Færeyjar s.l. sunnudag og í kvöld mánudag mun hann eiga fund með Kiwanisfélögum á Akureyri og verður fundurinn haldinn í Kiwanishúsinu að Sunnuhlíð 12 kl. 18.30 og eru Kiwanisfélagar hvattir til að mæta. Með heimsforseta í för er umdæmisstjóri Kiwanis í Umdæminu Ísland-Færeyjar Matthías G. Pétursson.

Á morgun þriðjudag verður heimsforseti með fund í Hlégarði í Mosfellsbæ kl. 18.30 og Kiwanisfélagar eru velkomnir. Á þessum fundum mun heimsforseti ræða um fjölgun félaga í hreyfingunni, en félagar í umdæminu Ísland - Færeyjar eru nú hátt í eitt þúsund og hefur fækkað nokkuð síðustu ár.
Donald eða Don eins og hann er ávallt kallaður  býr í Fishers í Indianafylki í Bandaríkjunum og tók hann við sem heimsforseti KI á 93. heimsþingi hreyfingarinnar í Orlando s.l. sumar.  Í 22 ár hefur Don verið í Kiwanisklúbbnum í Meridan Hills, en hann var stofn- og fyrirmyndarforseti klúbbsins. Á 38 ára Kiwansiferli sínum hefur Don verið í þremur öðrum Kiwanisklúbbum. Hann var umdæmisstjóri Indiana umdæmisins 1997-1998.
Don sat sem Trustee í heimsstjórn í þrjú ár og sem slíkur var hann ráðgjafi umdæmisins Ísland-Færeyjar í umdæmisstjórnartíð Guðmundar Baldurssonar starfsárið 2005 -2006 og sat umdæmisþing í Garðabæ haustið 2005.
Don hefur setið  í þrem alþjóðanefndum KI og um hríð gegndi hann stöðu IDD sendiherra. Hann er ævifélagi í KI, demants Hixon félagi, handhafi  Tablet of Honor og  stofnfélagi í Heritage Society KIF
Auk þess að vera virkur í Kiwanishreyfingunni, hefur hann verið skátaforingi og gengt ýmsum trúnaðarstöfum fyrir samtök uppgjafahermanna og eftirlaunafólks. Einnig er Don virkur í kirkjustarfi í heimabæ sínum.

      Ragnar Örn Pétursson
      Upplýsingafulltrúi Kiwanis