15 nýjir félagar

15 nýjir félagar

  • 11.10.2008

Um þessar mundir er Kiwanisklúbburinn Helgafell að taka inn 15 nýja félaga og kemur þá félagatalan til með að standa í 95 félögum, en einn mistum við úr klúbbnum, en ekki úr hreyfingunni því hann gengur í Eldey í Kópavogi.

Á stjórnarskiptafundi og árshátíð voru 13 af þessum nýju mönnum teknir inn undir handleiðslu Stefáns B Jónssonar svæðisstjóra Sögusvæðis en tveir voru fjarverandi, annar á sjó en hinn staddur erlendis og verða þeir teknir inn við fyrsta tækifæri. En eins og segir hér að ofan þá missum við einn félaga Runól Alfreðsson og veða þeir Eldeyjarmenn ekki sviknir af honum því þarna er á ferðinni öflugur Kiwanisfélagi sem gegnt hefur flestum embættum hreyfingarinnar.
Við félagar í Helgafelli þökkum Runólfi fyrir góða samverustundir og mikið og gott starf í þágu klúbbsins og óskum honum velfarnaðar á nýjum vetfangi.

TS.