Gjöf til Leikskóla

Gjöf til Leikskóla

  • 27.09.2008

 Í gærkvöldi var Ársuppgjörsfundur hjá Kiwanisklúbbnum Helgafelli, sem jafnframt er síðasti fundur starfsársins. Á þennann fund mættu fulltrúar frá Leikskólanum Sóla hér í bæ til að veita viðtöku gjöf frá Helgafelli.

 Þetta er málörvunarefni í formi bókar og brúðu og er þetta efni notað við talkennslu og þykir þetta sérstaklega gott til þjálfunar þeirra sem eru með lesblindu. Það voru þær stöllur Helena Jónsdóttir og Ása Sigurðardóttir sérkennslustjóri á leikskólanum Sóla sem veittu gjöfinni viðtöku.

Já börnin fyrst og fremst.