Stjórnarskipti

Stjórnarskipti

  • 22.09.2008

Laugardaginn 20. september  síðastliðinn fóru fram stjórnarskipti í umdæminu.  Að þessu sinni fóru þau fram í Kiwanishúsi Eldeyjar í Kópavogi.  Húsið opnaði kl: 19:00 og var tekið á móti fólki með fordrykk.

Um kl: 20:00 var fólki vísað til sætis og fram var borinn sjávaréttarforréttur , síðan tók við aðalrétturinn sem var lambakjöt, svínakjöt og tilheyrandi meðlæti. Eftir matinn var síðan borið fram  kaffi og konfekt.
 Gylfi Ingvarsson umdæmisstjóri afhenti viðurkenningar til klúbba fyrir starfsárið 2007-2008. Fyrir athyglisverðasta styrktarverkefnið fékk Kiwanisklúbburinn Drangey.   Fjölgunarbikarinn fékk Kiwanisklúbburinn Hraunborg og  fjölmiðlabikarinn fékk Kiwanisklúbburinn Helgafell.  Viðurkenningar fyrir að vera fyrirmyndarklúbbur  fengu alls 15 klúbbar en þeir eru,  Höfði, Jörfi, Katla, Mosfell, Skjálfandi, Búrfell, Gullfoss, Helgafell, Ós, Ölver, Eldborg, Eldey, Hraunborg, Keilir, og Sólborg.
Því næst var komið að stjórnarskiptum  en að þessu sinn var það Sæmundur H. Sæmundsson fyrrverandi umdæmisstjóri sem sá um þau. Hann byrjaði á því  að  kalla fram stjórnina sem var að láta af störfum og þeim var þakkað fyrir  vel unnin störf,  þau  fengu  viðurkenningarskjal og makar þeirra fengu rós.  Gylfi Ingvarsson var síðan  leystur undan embætti   sem umdæmisstjóri  2007-2008.
 Að þessu loknu var nýja stjórnin kölluð fram og sett í  embætti og Matthías G. Pétursson  var orðinn umdæmisstjóri 2008-2009.   Þetta var mjög vel heppnað,  glæsilegt kvöld  og skemmti  fólk sér vel.
En mikið fjölmenni var viðstatt stjórnarskiptin því fyrr um daginn var Kiwanisráðstefna en hana sátu kjörforsetar  og var þeim öllum boðið ásamt mökum.  Á  sunnudeginum fór svo fram fræðsla forseta,
sem sagt sannkölluð Kiwanishelgi .

Fleiri myndir undir myndasafni.