Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2008

Góðgerðargolfmót Eldeyjar 2008

  • 08.06.2008

Kiwanisklúbburinn Eldey í Kópavogi heldur góðgerðargolfmót á velli GKG í Garðabæ, laugardaginn 14. júní nk. og verður ræst af öllum teigum samtímis kl. 09:00. Um er að ræða nýja fjáröflunarleið Eldeyjar og rennur allur ágóði af mótinu í styrktarsjóð klúbbsins, sem styrkt hefur félagasamtök, stofnanir og einstaklinga í Kópavogi.

Gera má ráð fyrir stórskemmtilegu og töfrandi móti, þar sem slegið verður til góðra málefna, því meðal keppenda verða Þórhallur Sigurðsson (Laddi) og Baldur Brjánsson töframaður. Mótið er öllum opið og er skráning hafin á vef Golfsambands Íslands, www.golf.is. Leikið verður eftir Texas Scramble og má finna allar nánari upplýsingar um mótið á skráningarvefnum.

Utanlandsferð fyrir tvo, verða veitt sigurvegara mótsins, en aðrir vinningar koma m.a. frá: Þremur frökkum, Innesi og Nevada Bob. Nándarverðlaun verða á tveimur brautum, lengsta teighögg á einni braut. Einnig verða 24 aukavinningar frá fyrirtækinu Mýs og sögur dregnir úr skorkortum keppenda að leik loknum.

Sérveitingar verða á boðstólum og Eldeyjarfélagar sjá um að hressa leikmenn við á meðan leik stendur. Golfarar á öllum aldri geta tekið þátt, jafnt vanir sem óvanir, byrjendur sem lengra komnir, fjölskyldur sem einstaklingar, vinnufélagar eða saumaklúbbar, allir eru velkomnir á Eldeyjarmótið 2008 laugardaginn 14. júní.

Nánari upplýsingar veitir Snæbjörn Ólafsson í síma: 894 0361, netfang: snae@vidskiptahusid.is
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. .