Evrópuþing Kiwanis

Evrópuþing Kiwanis

  • 08.06.2008

Evrópuþing Kiwanis var haldið í gær í Kaupmannahöllinni í Linz í Austurríki, gríðarlega fallegu húsi. Þingið sjálf gekk hratt fyrir 
sig. Skýrslur stjórnar og ársreikningar runnu í gegn umræðulaust.  

Kjör næstu stjórnar samþykkt með lófaklappi en næsti Evrópuforseti heitir Daniel Vigneron, sextugur Belgi sem fæddur er í Kongo.
Fjölgunarverkefnið; Opnum útidyrnar, lokum bakdyrunum. Markmið sem  
kynnt var á Umdæmisþinginu á Sauðárkróki, var einnig kynnt á Evrópuþinginu, en umræður urðu engar
  Eina mál þingsins sem fékk umræðu og nokkur skoðanaskipti var tillaga um að kjósa á milli frambjóðenda til Evrópuforseta. Um árabil hefur sá háttur verið  á kjöri Evrópuforseta, að aðildarlöndin hafa tilnefnt forsetaefnið í einskonar goggunarröð. Þessu vildir sumar þjóðir breyta þannig borist gætu margar tilnefningar og  síðan yrði kosið  á milli þeirra. Þannig fengist sá hæfasti til starfans. 
Tilnefningarnar einnar þjóðar í goggunarröð byðu uppá á meiri líkur á að vanhæfur maður færi í starfið. Þar sem hér var um lagabreytingu að ræða, þurfti tillagan 2/3 hluta atkvæða. Svo fór að breytingatillagan var samþykkt með einu umframatkvæði. Hún þurfti 124 atkvæði til að ná fram að ganga, en hlaut 125. Íslendingar, Norden og Holland lutu þar með í minni pokann fyrir Þjóðverjum, Ítölum og Austurríkismönnum, sem hafa val á Evrópuforseta framvegis í hendi sér, vegna atkvæðavægis. 
Kannski vísbending fyrir Íslendinga sem vilja ganga í ESB.
Hápunkturinn var Galadinnerinn að kvöldi þingdagsins. Hann var um borð í skipi sem sigldi með hópinn um Dóná fram á nótt. Fyrir utan góðan mat og guðaveigar, var siglingin hreinn unaður. Hér þurfti enga veltiugga, lygn Dóná sá til þess.
Kiwanishópurinn fer næst uppí Alpafjöllin og ætlar að njóta lífsins þar næstu daga. Kannski gefst tækifæri til að skreppa á eins og einn knattspyrnuleik í Evrópukeppni landsliða, hver veit.
Góðar kveðjur heim til Íslands.
Gísli Valtýsson