Setning Evrópuþings í Austuríki

Setning Evrópuþings í Austuríki

  • 06.06.2008

Evrópuþing Kiwanis, var sett í borginni Linz í Austurríki í dag. 
Athöfnin fór fram  í Kaupmannahöllinni hér  í Linz. Þar létu helstu framámenn hreyfingarinnar ljós sitt skína. En til að gera athöfnina skemmtilega voru nokkur tónlistaratriði sem setti fólk á flug. Að lokinni setningu var svokallaður Vináttukvöldverður, þar sem þingfulltrúar ásamt mökum sínum áttu ánægjulega stund. Og léttleiki og húmor sveif meðal Íslendinganna.

Ferðin hingað til Austurríkis hefur verið afar skemmtileg enda hafa þeir félagar Diðrik og Björn vandað vel til alls skipulags hennar. 
Flogið var til Munchen í Þýskalandi s.l. þriðjudag, þaðan ekið til Austurríkis, innundir Alpana, þessa einstöku náttúruparadís.
Á þessu svæði, Þýskalandsmegin,  er Berchtesgaden í þýsku Ölpunum,  
eitt af fegurstu landssvæðum Mið-Evrópu og vinsælt ferðamannasvæði. 
Þarna eru t.d. hið fræga  Arnarhreiður, sem Martin Bormann, einn af nasistunum, sem lengst þóttu ganga í illvirkjum, lét byggja og gaf síðan  Adolf Hitler  á 50 ára afmæli hans.  Þangað  lagði Kiwanishópurinn leið sína til að skoða þetta einstaka mannvirki, sem byggt af af um 3000 stríðsföngum Ítalíuforsetans Mussolini.  Mönnum sem voru pískaðir út í vinnu og þrældómi og ef þeir stóðu sig ekki, var þeim hent út af fjallinu, þeirra var ekki lengur þörf, og aðrir fengnir í staðinn., Á leið upp snarbrattan, mjóan og hlykkjóttan veginn neðan úr Berchtesgaden upp í þorpið á Obersalzberg (Efra
Saltberg) í hlíð fjallsins Hoher Göll ofan við Berchtesgaden kemur ákveðin setning í hugann; ,,Hefur hver til síns ágætis nokkuð". Nema einn, - finnst mér að ætti að bætast við og hef þá Martin Bormann í huga. Í bröttustu brekkunum er sem bíllinn ætli að prjóna og falla afturfyrir sig enda er farið hálfan kílómetra lóðrétt upp á þessum tiltölulega stutta vegi þar til komið er upp á Hintereck bílastæðið í um 1000 m hæð yfir sjávarmáli þaðan sem rúturnar ganga upp í efsta bílastæðið, neðan við Kehlsteinhaus (Arnarsetrið) sem trónir 834 m ofar efst á brún fjallsins Kehlstein.
Þegar farið er yfir sögu þorpsins Obersalzberg á síðari hluta 20. 
aldar er Martins Bormann oft getið og, að því virðist, aldrei fyrir annað en illvirki og varmennsku. Hann var framkvæmdastjóri Hitlers á Oberzalsberg fram að stríðslokum 1945. Hér knúði hann þúsundir stríðsfanga áfram við geðveikislegar byggingaframkvæmdir, jafnvel í vitlausum veðrum og vetrarkulda, með hjálp stormsveitarmanna með sérþjálfaða hunda. Hann lifði hér í vellystingum praktuglega með hirð gæðinga sér á báðar hliðar. Ofboðslegt óhóf hans, eyðslusemi og svall varð frægt að endemum. Svo varð einnig meðferð Bormanns á föngum sem hafðir voru sem þrælar við framkvæmdirnar. Hér létust margir; - örmögnuðust við vinnu, slösuðust við glæfralegar vinnuaðstæður, dóu af vosbúð eða af völdum barsmíða og hrottaskapar.
Í fjölda heimildarita er umfjöllunin um Martin Bormann öll á einn veg; hann virðist hafa verið á eina bók lærður og ekkert haft sér til
ágætis: Engum líkaði við þennan ómenntaða sveitadurg og flestum stóð ógn af honum; hann þótti hrokafullur undirförull, valdagírugur, hrottafenginn ruddi og sýndarmennskan uppmáluð. Samt átti þessi maður konu og börn.
Þegar staðið er á hólnum við bílastæðið Hintereck og horft yfir þennan dásamlega fallega stað er erfitt að gera sér í hugarlund þann mikla mannlega harmleik sem honum tengist á fleiri en einn veg. Og hér voru lögð á ráðin um hvert illvirkið á fætur öðru í styrjöld sem mun hafa kostað um 50 milljónir manna lífið. Mun fáa hafa grunað hvílík ógæfa fylgdi Austurríkismanni að nafni Adolf Hitler sem barði að dyrum og baðst gistingar á sveitakrá á Oberzalsberg sumarkvöld eitt árið 1923.
Á leiðinni til Linz var staðnæmst í Salzburg, þeirri miklu tónlistarborg. Safn Mozarts skoðað, en hann var fæddur átti sín æskuár í þeirri borg.
Þegar þingi lýkur verður haldið aftur uppí Alpanna, og náttúru þeirra notið fram að 17. júní þegar Kiwanishópurinn, sem telur 53, heldur heim til Íslands.
Myndin er af Vináttukvöldverðinum í Kaupmannshöllinni.

Gísli Valtýsson forseti Helgafells