Landsmót Kiwanis í golfi 15.júní 2008

Landsmót Kiwanis í golfi 15.júní 2008

  • 05.06.2008

Landsmótið verður að þessu sinni haldið á Gufudalsvelli í Hveragerði og hefst kl. 10 f. h.
Leikfyrirkomulag er punktakeppni og leiknar verða 18 holur.
Einnig verður keppt án forgjafar í karlaflokki.
Flokkar skiptast þannig:
1. Karlar án forgjafar
2. Karlar með forgjöf
3. Konur með forgjöf
4. Gestaflokkur með forgjöf
Nándarverðlaun verða veitt fyrir allar par 3 brautir, verðlaun fyrir lengsta upphafshögg á braut og fæst pútt samtals. Einnig verða verðlaun í sveitakeppni. Sami einstaklingur getur ekki unnið verðlaun bæði með og án forgjafar.
Karlar leika af gulum teigum og konur af rauðum. Í gildi eru staðarreglur varðandi leik almennt.
Mótsgjaldið er kr. 3,800,- innifalið er vallargjald ásamt súpu og brauði að leik loknum.
Vinsamlegast  tilkynnið þátttöku til Þórðar Einarssonar í síma 8970169 eða netfang deinars@simnet.is
Nauðsynlegt er að skila farandverðlaunagripum til nefndarinnar.
    Vonumst til að sjá sem flesta Kiwanismenn og gesti þeirra í Hveragerði 15.júní n.k.
                                         f.h. undirbúningsnefndar,
                                         Þórður Einarsson.