Fréttatilkynning

Fréttatilkynning

  • 02.06.2008

Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði færir Meltigarsjúkdómadeild
St. Jósefsspítala-Sólvangi töfratæki að gjöf.
Nokkrir þeirra kvilla sem herja á nútímamanninn og hefur fjölgar mikið
síðustu ár, tengjast meltingarvegi okkar.  Þar ber m.a að nefna krabbamein
í risli og vélinda.

Á St.Jósefsspítala - Sólvangi í Hafnarfirði er með mjög öfluga meltingarsjúkdómadeild.
Þar starfa sex sérfræðingar og í allt 20 aðrir starfsmenn. Fyrir þeim fer Ásgeir
Theodórs yfirlæknir  meltingasjúkdómadeildarinnar, einn helsti sérfræðingur okkar á þessu sviði.
Komur á deildina eru um það bil 25 til 30 á hverjum vinnudegi. Starfið
gengur út á það að greina meltingarvandamál, skoða meltingarveginn, fjarlægja mein sem þar leinast.  Síðan er  fylgst markvisst með þeim sem greinast með sepa í ristli eða eru með frumubreytingar í slímhúð í vélinda, sem er þá forvörn gegn
krabbameinum í ristli og vélinda.
Og hér er það sem Kiwanisklúbburinn Hraunborg í Hafnarfirði kemur
við sögu. Meltingarsjúkdómadeildinni var afhent nýtt tæki (Barrx) sem gerir
sérfræðingum mögulegt að brenna með rafstraumi óæskilegar "slímhúð"
neðst í vélindanu (vegna bakflæðis) , Illkynja æxli getur mynast í þessari slímhúð með tímanum ef ekkert er að gert. Tæki þetta kostaði rúmar tvær milljónir króna.
Nýgengi (greind tilfelli á ári) krabbameins í neðrihluta vélinda er verulega vaxandi á síðustu áratugum.  Þessi tækjabúnaður er því mikilvægur fyrir deildina og mun eflaust gagnast vel í baráttunni gegn þessu krabbameini.