Þingfréttir

Þingfréttir

  • 31.05.2008

Eftir hádegishlé var fundi fram haldið og hófst dagskrá með því að Matthías Pétursson kjörumdæmisstjóri fór yfir kjörorð og markmið starfsársins 2008 - 2009 Stefnumótun, og framtíðarsýn í stórum dráttum og er óhætt að segja að Matthías hugsar stórt til síns starfárs sem umdæmisstjóri.

Að loknu
erindi Mattíhasar kom Bernhard Jóhannesson í pontu og fór yfir skýrslu og uppgjör K-dagsnefndar sem hann veitti forystu. Bernhard fór ýtarlega yfir málefnið og reikninga nefndarinnar og síðan var opnað fyrir umræður sem urðu hinar fjörlegustu. M.a kom Ástbjör Egilsson í pontu og sagði frá sinni reynslu
og störfum við K-lykilsverkefnið einnig kom Eyjólfur Sigurðsson með áhugaverða hugmynd um að selja Lykilinn að vori eða þegar hjálmaafhendingu er lokið því þá er Kiwanishreyfingin sýnilegri fyrir landanum, og einnig kom Hjálmar Hlöðversson með þá hugmynd að vera með sjónvarpsöfnum með sölu K-lykilsinns
Að síðustu lauk Bernhard umræðunni og umdæmisstjóri Gylfi Ingvarsson sleit fundi og sagði jafnframt að
fundur væri að hefjast í Tryggingsjóði Kiwanis, og að honum loknum myndu félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey
hér á Sauðárkróki afhenda nýja bifreið fyrir fatlaða.