Eldey fer út í bláinn!

Eldey fer út í bláinn!

  • 22.05.2008

Félagar í Kiwanisklúbbnum Eldey héldu í sína árlegu „ferð út í bláinn“, sl. laugardag. Þema dagsins var „hattar“, þ.e.a.s. fyrir forseta klúbbsins, Óskar Guðjónsson. hann var dubbaður upp með hina og þessa hatta allan liðlangan daginn, alls 15 húfur og hatta af ýmsum stærðum og gerðum.

Oft hefur verið farið langar leiðir í rútu, en að þessu sinni var farið til Reykjavíkur, nánar tiltekið niður á Austurvöll, þar sem Alþingishúsið var skoðað og hittum við tvo af þingmönnum Kópavogs þar, Ármann Kr. Ólafsson og Katrínu Júlíusdóttur. Síðan var farið út á Austurvöll þar sem Skólahljómsveit Kópavogs tók á móti hópnum með lúðrablæstri og fékk forseti klúbbsins að stjórna einu lagi.

Síðan hélt hópurinn sem leið lá aftur í Kópavog, þar sem Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstóri Kópavogs, kom í rútuna og ók með Eldeyjarfólkinu um bæinn. Hann sagði frá framkvæmdum og reytti af sér brandarana hægri, vinstri.

Síðan var Náttúrufræðistofa Kópavogs skoðuð undir leiðsögn Stefáns Más Stefánssonar og svo farið í Gerðarsafn, þar sem boðið var upp á drykki og safnið skoðað í fylgd forstöðumanni þess, Guðbjargar Kristjánsdóttur. Listakonurnar úr Kópvogi, þær Kristín Geirsdóttir, ´Ólöf Einarsdóttir og Kristín Garðarsdóttir sögðu okkur frá verkum sínum og síðan var haldið í heimsókn til Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands. Þar sögðu þau Garðar Guðjónsson og Linda Ósk Sigurðardóttir frá starfseminni og boðið var upp á veitinar.

Síðan var haldið í Hlíðargarð, þar sem aðalfundur Eldeyjar var haldinn. Hann fór þannig fram að Óskar forseti var dubbaður upp sem konungur og lutu þegnar hans í gras til að votta honum virðingu sína. Næsta stjórn var kynnt og að því loknu var haldið heim í Eldeyjarhús, en þar beið hópsins gómsæt humasúpa að hætti Árna kokks í Matborðinu og svo sjávarréttahlaðborð. „The Raisin in the Pølsen" voru svo tónleikar stórsöngvarans Tom Jones á mynddiski.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hlíðargarði, (myndasmiður: Bernhard Jóhannesson), en vænta má fleiri mynda innan skamms á vefsíðu klúbbsins: www.kiwanis.is/eldey.

Bestu kveðjur,
Gunnar Kr. Sigurjónsson